Í fréttafyrirsögnum gærdagsins var því slegið upp að heitar umræður hefðu orðið í þinginu. Þær fyrirsagnir dugðu til þess að ýmsir lásu fréttina í heild. Það hefðu þeir betur látið ógert.

Í fréttafyrirsögnum gærdagsins var því slegið upp að heitar umræður hefðu orðið í þinginu.

Þær fyrirsagnir dugðu til þess að ýmsir lásu fréttina í heild.

Það hefðu þeir betur látið ógert.

Hluti þingheimsins virtist hafa verið með hávaða vegna þeirrar niðurstöðu sem gildandi reglur um hlutfallskjör í trúnaðarstöður skiluðu við kosningu í stjórn Útvarpsins.

Enginn þeirra sem urðu sér til minnkunar í ræðustól þingsins að þessu sinni efaðist um að farið hefði verið eftir reglum sem gilt hafa svo lengi sem elstu menn muna.

Enginn hélt því fram að breyta ætti þessum reglum og finna einhverja aðra aðferð, enda væri hún vandfundin.

Hins vegar var gerð krafa um að gert yrði samkomulag þvert á regluna þar sem hún hyglaði ekki stjórnarandstöðunni, svo hún gæti fengið vægi umfram þingstyrk sinn.

Alþingi er mikilvæg stofnun og ætti að njóta ríkrar virðingar.

En kannanir sýna að þingið nýtur minni virðingar en flest það sem mælt er.

Framgangan í gær mun ekki breyta því til batnaðar.