[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það má alltaf búast við magnþrungnum bjórstílum á markaðinn þegar þorri gengur í garð og núorðið markar bóndadagur hálfgerða bjórhátíð hjá áhugamönnum um sérstakar bjórgerðir.

Það má alltaf búast við magnþrungnum bjórstílum á markaðinn þegar þorri gengur í garð og núorðið markar bóndadagur hálfgerða bjórhátíð hjá áhugamönnum um sérstakar bjórgerðir. Sjaldan er bjórinn jafndökkur, jafnbragðmikill og jafnrammur að áfengisafli og á þorra og sjaldan hafa tegundirnar verið jafnmargar og einmitt nú í ár.

Það má alltaf búast við magnþrungnum bjórstílum á markaðinn þegar þorri gengur í garð og núorðið markar bóndadagur hálfgerða bjórhátíð hjá áhugamönnum um sérstakar bjórgerðir. Sjaldan er bjórinn jafndökkur, jafnbragðmikill og jafnrammur að áfengisafli og á þorra og sjaldan hafa tegundirnar verið jafnmargar og einmitt nú í ár.

Einiberjabock 6,7%

EiniberjaBock frá Víking Ölgerð er sterkur lagerbjór ættaður frá Þýskalandi en kryddaður með einiberjum sem gefa honum sérstakan og skemmtilegan karakter. Einiber eru strangt til tekið afbrigði af könglum og eru algeng hér á norðurhvelinu þar sem þau eru notuð sem krydd, sérstaklega með villibráð. Í bruggferlinu koma einiberin í stað humla að nokkru leyti en grunnurinn að bjórnum er Munich malt sem gefur honum dökkan lit og sterkt maltbragð. Til að fá mýkri áferð og aukna fyllingu eru notaðir hafrar og hveitimalt á móti Munich maltinu.

Black Sheep 5,8%

Þar sem Færeyingar eru frændur vorir og vinir fær einn færeyskur að fljóta með. Þótt ekki sé hann framleiddur gagngert sem þorrabjór hefur Svarti sauðurinn flest til að bera sem þorrabjór þarf að státa af. Black Sheep frá Föroya Bjór er nefnilega dökkur og maltaður lager þar sem karamella, humlar og ristað malt eru meðal helstu bragðtóna. Miðinn, óárennilegur hrútur sem stendur í miðju eldingaleiftri, er líka talsvert þorralegur að öllu yfirbragði.

Galar nr. 29 8,8%

Á bóndadaginn í fyrra sendi Borg frá sér Kvasi, sem nefndur var „fyrsti íslenski mjöðurnn“. Nú heldur mjaðarþróunin áfram og kynnir Borg nýjan mjöð til leiks. Þessi er talsvert ólíkur Kvasi þó svo að útlitið sé hið sama, og sem fyrr er hér í raun einungis um að ræða gerjað hunang. Munurinn liggur því fyrst og fremst í hunanginu sjálfu en að þessu sinni notuðust bruggmeistarar Borgar við spænskt ávaxtahunang sem gefur talsvert annan tón.

Þorragull 5,6%

Ölgerðin sendir frá sér Þorragull sem, líkt og í fyrra, inniheldur eingöngu íslenskt bygg, ættað frá Belgsholti í Melasveit. Bjórinn sjálfur ljós og aðgengilegur, mildur í biturleika.

Þorra-Kaldi 5,6%

Þorra-Kaldi frá Bruggsmiðjunni á Árskógssandi er koparlitaður lagerbjór með mikilli beiskju og ríkri humlalykt. Í bjórnum eru notaðar þrjár tegundir af tékknesku malti, einnig tékkneskir og nýsjálenskir humlar.

Þorra-Kaldi er með 5,6% áfengismagn, og hentar vel með þorramatnum, en ekki síður einn og sér.

Þorraþræll – Extra Special Bitter 4,8%

Þorraþræll frá Víking er bjór í breskum stíl sem nefnist Extra Special Bitter. Í hann er notað sérstakt breskt pale ale-malt, breskt ölger og East Kent Golding-humlar sem gefa bjórnum sérstakt yfirbragð. Extra Special Bitter-bjór er yfirleitt frá 4,8% og yfir í styrkleika og Þorraþrællinn fellur akkúrat á neðri mörkin – 4,8% bjór. Þrátt fyrir heitið – Extra Special Bitter – er Þorraþræll ekki ýkja beiskur heldur er jafnvægið gott og bjórinn hentar því vel með mat.

Surtur nr. 30 9%

Það tilheyrir orðið þorranum að Brugghúsið Borg sendi frá sér minnst einn Surt. „Surtur ársins“ er frábrugðinn forverum sínum að því leyti að hann er reyktur. Fyrsti reykti Surturinn. Hann er „aðeins“ 9% í alkóhóli en vel þykkur og þéttur. Reykurinn passar að sögn vel inn í bragðvíddina og spilar með hinum helstu sterku stout-bragðeiginleikum; ristun, lakkrís, kaffi, kakó og allt það.

Surtur nr. 8 12%

Hér er kominn upphaflegi Surturinn, hvorki meira né minna. Hann mætir aftur til leiks í fyrsta skipti síðan 2012. Surtur nr. 8 sló eftirminnilega í gegn á sínum tíma og seldist upp á 1-2 dögum. Undir þykkri froðunni kraumar bragðið af eldristuðu korni og brenndum sykri í bland við dökkt súkkulaði, rammsterkt kaffi og lakkrístóna.

Surtur nr. 8.2 og 8.3 12%

Á þorranum 2013 sendi Borg frá sér fyrsta tunnuþroskaða bjór Íslandssögunnar. Um var að ræða Surt nr. 8 frá árinu áður, sem nú hafði fengið að liggja í notuðum koníakstunnum í sex mánuði. Á bóndadaginn 2013 mátti sjá raðir fyrir utan stærstu verslanir Vínbúðanna við opnun, trúlega í fyrsta skipti síðan 1. mars 1989. Þessi viðhafnarútgáfa af Surti kom í gjafaöskju ásamt glasi og fuðraði þetta upp á örfáum klukkustundum. Þetta hefur þó sennilega verið hæsta lítraverð sem Íslendingar hafa þurft að greiða fyrir bjór fram að þeim degi.

Í ár ber það til að tvær tunnuþroskaðar gerðir Surts koma á markaðinn. Surtur nr. 8.2 er semsagt Surtur nr. 8 í grunninn en þroskaður á amerískum bourbon-tunnum í sex mánuði. Surtur nr. 8.3 er svo þroskaður á sérrítunnum.