K olbeinn Sigþórsson , landsliðsmaður í knattspyrnu, var orðaður við tyrknesku meistarana Fenerbache í þarlendum fjölmiðlum í gær. Sagt var að félagið íhugaði að gera Ajax í Hollandi tilboð í Kolbein upp á 5 til 6 milljónir evra.

K olbeinn Sigþórsson , landsliðsmaður í knattspyrnu, var orðaður við tyrknesku meistarana Fenerbache í þarlendum fjölmiðlum í gær. Sagt var að félagið íhugaði að gera Ajax í Hollandi tilboð í Kolbein upp á 5 til 6 milljónir evra. Hann hefur einnig verið orðaður við QPR á Englandi og Lille í Frakklandi.

Lele Hardy, leikmaður Hauka, verður í banni í næsta leik Hafnarfjarðarliðsins í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik, sem er gegn Hamri í næstu viku. Hún var úrskurðuð í eins leiks bann vegna framkomu sinnar í leik Grindavíkur og Hauka í bikarkeppninni.

Máni Gestsson , línumaður sem hefur leikið með ÍR í handboltanum undanfarin ár, er genginn til liðs við HK. Kópavogsliðið hefur líka endurheimt skyttuna Atla Karl Bachmann sem lék ekkert með því fyrir áramótin vegna anna í námi.

Norska dagblaðið Stavanger Aftenblad skýrði frá því í gær að Ólafur H. Kristjánsson , þjálfari Nordsjælland í Danmörku, hefði reynt að fá Sverri Inga Ingason, fyrrverandi lærisvein hjá Breiðabliki, til liðs við sig. Sagt er að Danirnir hafði boðið 50-70 milljónir íslenskra króna í Sverri en lið hans, Viking frá Stavanger, hafi hafnað boðinu.