Alþingishúsið Innandyra er tekist á um framhald aðildarviðræðnanna við ESB.
Alþingishúsið Innandyra er tekist á um framhald aðildarviðræðnanna við ESB.
Vart hefur þing komið saman aftur fyrr en stjórnarandstaðan byrjar sín hefðbundnu upphlaup. Nú er hún að amast við því að viðræðum við ESB verði slitið. Skorað er á ríkissstjórnina að halda striki sínu í því máli.

Vart hefur þing komið saman aftur fyrr en stjórnarandstaðan byrjar sín hefðbundnu upphlaup. Nú er hún að amast við því að viðræðum við ESB verði slitið. Skorað er á ríkissstjórnina að halda striki sínu í því máli. Einnig er stjórnarandstaðan að fetta fingur út í það að verðtrygging sé ekki afnumin. Það er nú kannski ekki jafn einfalt mál og stjórnarandstaðan vill vera láta. Hvers vegna afnam vinstri stjórnin ekki verðtrygginguna ef það er svona auðvelt? Það er einkenni á þessari stjórnarandstöðu að hún hefur allt á hornum sér. Rétt er að benda á að vinstri flokkarnir sátu með hendur í skauti allt síðasta kjörtímabil, létu allt reka á reiðanum og tóku ekki á einu eða neinu. Það er því auðvelt fyrir þá að finna að öllu.

Sigurður Guðjón Haraldsson.