Góður Stefan Bonneau er happafengur fyrir Njarðvíkinga. Hér reynir ÍR-ingurinn Sæþór Elmar Kristjánsson að halda aftur af honum.
Góður Stefan Bonneau er happafengur fyrir Njarðvíkinga. Hér reynir ÍR-ingurinn Sæþór Elmar Kristjánsson að halda aftur af honum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í Seljaskóla Kristinn Friðriksson kiddigeirf@gmail.com Eftir leiki gærkvöldsins kemur berlega í ljós í hversu miklum vandræðum Bjarni Magnússon og lið hans, ÍR, eru nú.

Í Seljaskóla

Kristinn Friðriksson

kiddigeirf@gmail.com

Eftir leiki gærkvöldsins kemur berlega í ljós í hversu miklum vandræðum Bjarni Magnússon og lið hans, ÍR, eru nú. Njarðvíkingar mættu í heimsókn í Hertz-hellinn í gær og unnu auðveldan sigur og nú verma ÍR-ingar botn deildarinnar. Lokatölur voru 91:85 og gefa þær kolranga mynd af leiknum því Njarðvíkingar voru mun betri og leiddu með rúmlega 20 stigum á köflum í leiknum.

ÍR-ingar héldu í við gestina á fyrstu mínútum leiksins en síðan fór að draga í sundur. Varnarleikur ÍR var skelfilegur í fyrri hálfleiknum; liðið fékk á sig 52 stig og var heppið að fá ekki fleiri á sig. Bjarni þjálfari reyndi að skipta um varnir en ekkert gekk til að fá mannskapinn í takt við leikinn. Njarðvíkingar hreinlega gengu framhjá hverjum varnarmanninum á eftir öðrum og ef fyrsta hjálpin kom var hægt að bóka að næsta sending myndi gefa auðveld og góð skot. ÍR-ingar voru 15 stigum undir í hálfleik og komust aldrei nálægt gestunum fyrr en nokkrar mínútur lifðu leiks. Þetta var alltof seint og þó að ÍR hafi átt sinn besta kafla í lokin var það kæruleysi gestanna sem ég tók meira eftir. ÍR náði að minnka forystuna í fjögur stig en sigur gestanna aldrei í mikilli hættu.

Njarðvíkingar mættu ákveðnir til leiks; varnarleikurinn var ágætur í leiknum en verstur á fyrstu mínútunum en þökk sé getuleysi ÍR-inga í sókninni náðu heimamenn aldrei að nýta sér þetta. Það skipti engu máli hvaða tegund af vörn ÍR reyndi, alltaf náðu sprækir Njarðvíkingar að keyra framhjá þeim og finna opna menn. Stefan Bonneau, besti leikmaður vallarins, var einmitt frábær í þessu, sem og Logi Gunnarsson, og fyrir vikið opnaðist vörnin oft og auðveldar körfur niðurstaðan. Mirkó Virijevic átti frábæran leik á báðum endum vallarins, Hjörtur Einarsson var gríðarlega sterkur og Maciej Baginski átti frábæran seinni hálfleik. Liðsheildin var sterk, þó svo að Friðrik Rúnarsson þjálfari væri ósáttur með kæruleysið sem liðið sýndi á lokamínútunum. Sem þjálfari er auðvelt að skilja þá gremju því með smá fítonskrafti hefðu ÍR-ingar mögulega getað stolið leiknum og gegn betra liði hefði Njarðvíkingum verið refsað.

ÍR þarf á leiðtoga að halda inni á vellinum! Í upphafi voru allir sérlega ragir og gátu gestirnir spilað langt frá boltamönnum og komist upp með það (skora 11 stig í fyrsta hluta með þess háttar vörn á sér!). Þetta hugarfar breyttist í raun ekki fyrr en leikmenn voru komnir með bak upp að vegg og munurinn of mikill til að dreyma um sigur. Enginn sem tók af skarið og dreif menn áfram. Trey Hampton var lítið sem ekkert notaður á blokkinni. Hann tók níu skot í leiknum og var aldrei í takti frekar en flestir aðrir. ÍR gekk furðulega illa að setja kerfin upp og spila á hálfum velli; varnarleikur gestanna var alls ekki ástæðan fyrir þessu heldur voru það leikmenn ÍR sem virtust allir vera að taka upp sólóplötur og/eða of ragir til að láta virkilega reyna á þéttinguna í vörn gestanna. Ragnar Bragason átti flottan leik, Hamid Dicko var góður í fyrri hálfleik og Kristján Andrésson var bestur. Liðsheildina var aldrei að sjá og ljóst að ÍR spilaði eins og höfuðlaus her og má þakka fyrir kæruleysi Njarðvíkinga.

ÍR – Njarðvík 85:91

Hertzhellirinn, Dominos-deild karla, fimmtudag 22. janúar 2015.

Gangur leiksins : 3:2, 6:6, 11:14, 11:26 , 22:32, 28:40, 32:45, 37:52, 41:59, 48:63, 53:69, 54:74 , 58:80, 66:82, 73:86, 85:91.

ÍR: Kristján Pétur Andrésson 18/10 fráköst, Ragnar Örn Bragason 18, Hamid Dicko 14, Sveinbjörn Claessen 11, Trey Hampton 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 9/7 fráköst/13 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 4.

Fráköst : 24 í vörn, 8 í sókn.

Njarðvík : Stefan Bonneau 30/6 fráköst/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 17/11 fráköst, Logi Gunnarsson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 11/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/9 fráköst, Ágúst Orrason 6, Oddur Birnir Pétursson 2/5 fráköst.

Fráköst : 35 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar : Jón Bender, Davíð Tómas Tómasson, Georg Andersen.

Tindastóll – KR 81:78

Sauðárkrókur, Dominos-deild karla, fimmtudag 22. janúar 2015.

Gangur leiksins : 2:2, 8:9, 12:13, 20:17 , 22:24, 26:28, 30:30, 36:32, 40:34, 43:39, 48:43, 57:48, 66:56, 71:68, 76:72, 76:78, 81:78.

Tindastóll : Myron Dempsey 24/7 fráköst, Darrel Keith Lewis 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Darrell Flake 11/9 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/8 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 8, Helgi Rafn Viggósson 7/7 fráköst/5 stolnir, Ingvi Rafn Ingvarsson 7.

Fráköst : 26 í vörn, 8 í sókn.

KR : Helgi Már Magnússon 21/7 fráköst, Michael Craion 17/14 fráköst, Finnur Atli Magnússon 11/9 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/5 fráköst/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 8, Björn Kristjánsson 2.

Fráköst : 27 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar : Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Grindavík – Stjarnan 104:92

Grindavík, Dominos-deild karla, fimmtudag 22. janúar 2015.

Gangur leiksins : 7:2, 14:5, 20:15, 25:23, 29:31, 32:40, 41:46, 51:49 , 61:56, 63:62, 71:66, 72:69 , 78:73, 85:81, 92:85, 104:92.

Grindavík : Rodney Alexander 27/14 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 22/5 fráköst/12 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15/6 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 11, Oddur Rúnar Kristjánsson 8, Hinrik Guðbjartsson 3, Ómar Örn Sævarsson 2/4 fráköst.

Fráköst : 26 í vörn, 11 í sókn.

Stjarnan : Dagur Kár Jónsson 26/5 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 21/5 fráköst/9 stoðsendingar, Jarrid Frye 12/5 fráköst, Jeremy Atkinson 10, Tómas Þórður Hilmarsson 8/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 7, Marvin Valdimarsson 5/6 fráköst, Daði Lár Jónsson 3.

Fráköst : 24 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar : Jón Guðmundsson, Björgvin Rúnarsson, Ísak Ernir Kristinsson.

Fjölnir – Haukar 95:91

Dalhús, Dominos-deild karla, fimmtudag 22. janúar 2015.

Gangur leiksins : 7:5, 16:13, 22:15, 24:22, 31:29, 37:31, 47:35, 49:40 , 53:45, 54:54, 61:59, 68:65 , 75:73, 82:75, 86:83, 95:91.

Fjölnir: Jonathan Mitchell 32/16 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 24/4 fráköst/5 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 15/5 stoðsendingar, Árni Elmar Hrafnsson 7/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 5, Sindri Már Kárason 5, Ólafur Torfason 4/12 fráköst, Valur Sigurðsson 3.

Fráköst: 38 í vörn, 6 í sókn.

Haukar: Haukur Óskarsson 26/6 fráköst, Alex Francis 26/13 fráköst, Kári Jónsson 16/5 stolnir, Kristinn Marinósson 10, Hjálmar Stefánsson 7/7 fráköst, Emil Barja 4, Sigurður Þór Einarsson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Steinar Orri Sigurðsson.