Aðstæður hóps vísindamanna til mælinga við gosstöðvarnar í Holuhrauni voru erfiðar í gær, að sögn Evgeniu Ilyinskaya eldfjallafræðings. „Það var logn og þá berst mökkurinn beint upp í loftið og leggur ekki með jörðinni.

Aðstæður hóps vísindamanna til mælinga við gosstöðvarnar í Holuhrauni voru erfiðar í gær, að sögn Evgeniu Ilyinskaya eldfjallafræðings.

„Það var logn og þá berst mökkurinn beint upp í loftið og leggur ekki með jörðinni. Þá er mun erfiðara að ná sýni. En það fór að bæta í vindinn í kringum sólarlag og þá var öllum mælitækjum hent út. Það er líka verið að setja upp síritandi mæli sem verður hérna áfram,“ sagði hún og átti von á að vísindamennirnir yrðu að störfum eitthvað frameftir kvöldi.