Bandaríska myndlistarkonan Carolee Schneemann verður heiðursgestur Sequences-myndlistarhátíðarinnar sem haldin verður 10.-19. apríl. Schneemann er 75 ára og einn af brautryðjendum gjörningalistar.
Bandaríska myndlistarkonan Carolee Schneemann verður heiðursgestur Sequences-myndlistarhátíðarinnar sem haldin verður 10.-19. apríl. Schneemann er 75 ára og einn af brautryðjendum gjörningalistar. Hún hóf að fremja gjörninga á fyrri hluta sjöunda áratugarins þegar listformið var nýtt af nálinni og eru verk hennar mörg hver hlaðin samfélagslegum ádeilum og femínískum gildum og hafa verið sýnd á helstu samtímalistasöfnum heims. Af þeim sem sýna munu á Sequences má nefna Ed Atkins, Sally O'Reilly, Kris Lemsalu, Anne Haaning, Margréti H. Blöndal og Finnboga Pétursson.