Magnbundin íhlutun Mario Draghi seðlabankastjóri greinir frá magnaðgerðum Evrópska seðlabankans á blaðamannafundi í Frankfurt í gær.
Magnbundin íhlutun Mario Draghi seðlabankastjóri greinir frá magnaðgerðum Evrópska seðlabankans á blaðamannafundi í Frankfurt í gær. — AFP
Evrópski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann hygðist frá og með mars kaupa skuldabréf á markaði fyrir 60 milljarða evra, jafngildi liðlega 9.

Evrópski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann hygðist frá og með mars kaupa skuldabréf á markaði fyrir 60 milljarða evra, jafngildi liðlega 9.200 milljarða króna, í hverjum einasta mánuði fram til september á næsta ári, eða þar til bankinn telur að verðbólga á evrusvæðinu sé komin á eðlilega braut. Tilkynningin leiddi til þess að hlutabréfaverð tók kipp á evrópskum mörkuðum og gengi evrunnar féll gagnvart dollar.

Beðið hefur verið eftir aðgerðum Evrópska seðlabankans um nokkurra mánaða skeið og reyndust þær töluvert stærri í sniðum en gert hafði verið ráð fyrir. Aðgerðum sem þessum, sem kallaðar eru magnbundin íhlutun eða magnaðgerðir (e. quantitative easing), er ætlað að auka fjármagn í umferð og örva þannig framleiðslu og neyslu í hagkerfinu. Seðlabankar, þar á meðal sá bandaríski, hafa gripið til slíkra aðgera með árangursríkum hætti þegar hefðbundin stýritæki, eins og vaxtalækkun, eru talin hafa lítil áhrif. Evrópski seðlabankinn tilkynnti einnig í gær að stýrivextir bankans yrðu óbreyttir, en þeir eru nú 0,05%