Sigur Dagur Sigurðsson þjálfari þýska landsliðsins í handknattleik er að gera góða hluti með liðið.
Sigur Dagur Sigurðsson þjálfari þýska landsliðsins í handknattleik er að gera góða hluti með liðið. — EPA
Það má nánast slá því föstu að Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, vinna sigur í D-riðlinum á heimsmeistaramótinu eftir sigur á Argentínumönnum, 28:23, í Doha í Katar í gær.

Það má nánast slá því föstu að Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, vinna sigur í D-riðlinum á heimsmeistaramótinu eftir sigur á Argentínumönnum, 28:23, í Doha í Katar í gær. Þjóðverjarnir eiga leik gegn Sádi-Aröbum í lokaumferð riðilsins og þar ættu strákarnir hans Dags að innbyrða tvö örugg stig enda lið Sádi-Arabanna fallbyssufóður fyrir hin liðin í riðlinum.

Þjóverjarnir voru lengi að brjóta sprækt lið Argentínumanna niður. Suður-Ameríkumennirnir, sem hafa komið skemmtilega á óvart á mótinu, voru yfir eftir fyrri hálfleikinn, 14:13, og lengi framan af seinni hálfleik var leikurinn í járnum. Þjóðverjar voru marki yfir, 22:21, þegar tíu mínútu voru til leiksloka en þá skoraði þýska liðið þrjú mörk í röð og gerði þar með út um leikinn

Hornamaðurinn Patrick Grötzki var markahæstur í liði Þjóðverja með 7 mörk og línumaðurinn sterki Patrick Wiencek skoraði 6 en góð frammistaða þýska landsliðsins á mótinu hefur komið mörgum á óvart og væntanlega hefur Dagur ekki búist við því að hans menn ættu eftir standa uppi sem sigurvegarar í riðlinum.

gummih@mbl.is