Löng helgi Grunnskólabörn í Reykjavík fá nú langþráð frí.
Löng helgi Grunnskólabörn í Reykjavík fá nú langþráð frí.
Um það bil 14.400 grunnskólabörn í Reykjavík vöknuðu í morgun í tveggja daga vetrarfríi frá skólanum. Hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hvatt foreldra til að eyða tíma með börnunum.

Um það bil 14.400 grunnskólabörn í Reykjavík vöknuðu í morgun í tveggja daga vetrarfríi frá skólanum. Hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hvatt foreldra til að eyða tíma með börnunum. Yfirskrift vetrarfrísins er Fjölskyldan saman í vetrarfríinu.

Frístundamiðstöðvar í hverfum borgarinnar bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna meðan á vetrarfríinu stendur.

Frítt er í sundlaugar á tilgreindum tímum og fullorðnir í fylgd með börnum fá ókeypis inn á menningarstofnanir borgarinnar báða vetrarfrísdagana. Þá verður opið lengur á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli og einnig hægt að renna sér á skíðum í Ártúnsbrekku og í skíðabrekkunum í Grafarvogi og Breiðholti. Á bókasöfnunum verður m.a. boðið upp á getraunir, spil og föndur. benedikt@mbl.is