Ramona Harrison, fornleifafræðingur við City University of New York (CUNY), og Árni Einarsson, dýravistfræðingur, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og gestaprófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, flytja erindi í fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um Landnám Íslands í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands í dag kl. 16.30.
Harrison segir frá fornleifarannsóknum á Siglunesi og í Hörgárdal og vitnisburði fornleifa þar um mannlíf á svæðinu á fyrsta skeiði Íslandsbyggðar. Árni segir frá 600 km af torfgörðum frá þjóðveldisöld sem fundist hafa, einkum í Þingeyjarsýslu. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hvor fyrirlestur tekur um 20 mínútur í flutningi.