Fjarðalax Laxinn búinn undir ferðalag á erlendan markað, þar er eftirspurn mikil.
Fjarðalax Laxinn búinn undir ferðalag á erlendan markað, þar er eftirspurn mikil. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Framleiðsla á laxi jókst um tæp 1.000 tonn á síðasta ári, fór úr 3.000 tonnum í tæp 4.000 tonn. Fjarðalax á Vestfjörðum stendur undir meginhluta aukningarinnar, eins og undanfarin ár.

Framleiðsla á laxi jókst um tæp 1.000 tonn á síðasta ári, fór úr 3.000 tonnum í tæp 4.000 tonn. Fjarðalax á Vestfjörðum stendur undir meginhluta aukningarinnar, eins og undanfarin ár.

Laxinn hefur nú tekið við af bleikju sem mikilvægasti eldisfiskurinn og með sama áframhaldi nær laxeldið sömu hæðum í framleiðslu á allra næstu árum og var í síðustu laxeldisbylgju á árunum 2004 til 2006.

Laxeldisfyrirtækin eru að bæta við og ný að hefja slátrun á þessu ári þannig að útlit er fyrir aukningu í ár. Einnig er mikil gróska í eldi á regnbogasilungi og margfaldaðist framleiðslan á síðasta ári, miðað við árið á undan. Stöðugur en hægur vöxtur er í framleiðslu á bleikju í landeldisstöðvum. 50