Norðurflug danskir flugvirkjar gera skoðun á þyrlu Norðurflug danskir flugvirkjar gera skoðun á þyrlu
Norðurflug danskir flugvirkjar gera skoðun á þyrlu Norðurflug danskir flugvirkjar gera skoðun á þyrlu — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Norðurflug er nú með grænlenska þyrlu á leigu frá Air Greenland og er hún notuð til að anna þeirri miklu eftirspurn sem er eftir þyrluflugi í dag.

Norðurflug er nú með grænlenska þyrlu á leigu frá Air Greenland og er hún notuð til að anna þeirri miklu eftirspurn sem er eftir þyrluflugi í dag. Að sögn Birgis Ómars Haraldssonar, framkvæmdastjóra Norðurflugs, hefur samstarfið gengið vonum framar og vinna grænlenskir flugvirkjar einnig að þyrlunni ásamt þeim íslensku. Segir Birgir að eftirspurnin eftir þyrluflugi hafi tekið mikinn kipp í kringum árið 2009.

„Þá fórum við að pakka útsýnisferðunum inn og hættum að miða við tímagjald,“ segir hann og bætir við að hver pakki innihaldi fast verð á sæti og því sé vel lýst hvert verði flogið og hvað farþegar muni sjá á leiðinni. „Ferðamönnum hefur fjölgað mjög upp á síðkastið og það speglast yfir til okkar,“ segir Birgir. Aðallega er flogið á sumrin. „Við erum sjónflugsmenn og viljum sýna fólki náttúruna í góðum skilyrðum,“ segir Birgir að lokum.