Kalli Karl Guðmundsson með viðurkenningarskjalið og blómin í vikunni.
Kalli Karl Guðmundsson með viðurkenningarskjalið og blómin í vikunni.
Karl Guðmundsson á Akureyri var kjörinn listamaður hátíðarinnar Listar án landamæra að þessu sinni. Var af því tilefni haldin móttaka í Listasafninu á Akureyri á þriðjudaginn þar sem Karli var afhent viðurkenningarskjal og hann hlaðinn blómum.

Karl Guðmundsson á Akureyri var kjörinn listamaður hátíðarinnar Listar án landamæra að þessu sinni. Var af því tilefni haldin móttaka í Listasafninu á Akureyri á þriðjudaginn þar sem Karli var afhent viðurkenningarskjal og hann hlaðinn blómum.

Kalli hefur fengist við listsköpun frá unga aldri, fyrst með aðstoð og síðan í samstarfi við Rósu Kristínu Júlíusdóttur myndlistarmann og kennara. Leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Kalli var fimm ára og varð nemandi Rósu Kristínar í Myndlistarskólanum á Akureyri.

Fyrst var efnt til Listar án landamæra á Evrópuári fatlaðra 2003 og hefur hátíðin verið haldin árlega síðan. Síðustu árin hafa listafólk og hópar frá Norðurlöndunum óskað eftir samstarfi og komið til Íslands og sýnt verk sín á hátíðinni og viðburðum fjölgar ár frá ári.

Markmið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. „Við viljum koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks,“ segir á heimasíðu hátíðarinnar.