Kjarvalsstaðir.
Kjarvalsstaðir. — Morgunblaðið/Kristinn
Myndlistarmaðurinn Baldvin Einarsson stýrir ókeypis ör-námskeiðum í listmálun fyrir 14 ára og eldri í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum í dag og á morgun milli kl. 13 og 16. „Hugmyndasmiðjan er opin smiðja fyrir alla.
Myndlistarmaðurinn Baldvin Einarsson stýrir ókeypis ör-námskeiðum í listmálun fyrir 14 ára og eldri í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum í dag og á morgun milli kl. 13 og 16. „Hugmyndasmiðjan er opin smiðja fyrir alla. Tilgangurinn er að veita börnum innblástur í myndlist og gefa þeim tækifæri til að rannsaka hana og uppgötva,“ segir m.a. í tilkynningu frá safninu. Þar kemur einnig fram að námskeiðið sé sett upp í tengslum við vetrarfrí sem stendur yfir í flestum grunnskólum þessa daga. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðin.