Guðni Þór Sigurjónsson fæddist 14. september 1963. Hann lést 24. janúar 2015. Útförin fór fram 5. febrúar 2015.
Elsku Guðni minn.
Ég á margar fallegar og góðar minningar um þig, kæri vinur. Minningar í huga mér og myndum. Þú varst falleg og góð sál.
Þegar einhver fellur frá
fyllist hjartað tómi
en margur síðan mikið á
í minninganna hljómi.
Á meðan hjörtun mild og góð
minning örmum vefur
þá fær að hljóma lífsins ljóð
og lag sem tilgang hefur.
Ef minning geymir ást og yl
hún yfir sorgum gnæfir
því alltaf verða tónar til
sem tíminn ekki svæfir.
(Kristján Hreinsson)
Sendi foreldrum, systkinum, börnum Guðna Þórs og vinum innilegar samúðarkveðjur. Hvíl í friði og sofðu rótt.
Anna Helga Gylfadóttir.
Hugur minn verður hjá eiginkonu Guðna sem hann sagði mér hversu hann elskaði, átti erfitt með að segja hug sinn. Hjá börnum Guðna – eiga hetju, fallna hetju, en mann sem við eigum í huganum, hjartanu, í minningunni – alltaf.
Jón Gunnar.