[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Líkt og undanfarin ár eru HB Grandi og Samherji í tveimur efstu sætum Fiskistofu um úthlutað aflamark. HB Grandi er með um 12,2% af úthlutuðu aflamarki en Samherji er með 6,6%.

Líkt og undanfarin ár eru HB Grandi og Samherji í tveimur efstu sætum Fiskistofu um úthlutað aflamark. HB Grandi er með um 12,2% af úthlutuðu aflamarki en Samherji er með 6,6%. Samanlagt ráða þessi tvö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins yfir 18,8% af aflaheimildum og jókst hluturinn lítillega frá því Fiskistofa birti sambærilegar upplýsingar í september sl. en þá var hluturinn 18,22%.

Nokkuð er um breytingar á listanum yfir stærstu útgerðir landsins, önnur en Samherja og HB Granda. Síldarvinnslan er þó líkt og áður í þriðja sæti listans en Vinnslustöðin hf. er nú í fjórða sæti en var í því sjötta þegar listinn var birtur í haust. Ísfélag Vestmannaeyja tekur gott stökk upp listann og fer úr 11. sæti í það fimmta og eykst aflahlutdeild þess úr 3,1% í 4,7%

Fisk Seafood féll úr fimmta sæti í það áttunda og Þorbjörn hf. úr fjórða sæti niður í það sjötta.

Litlar breytingar eru á aflahlutdeild tíu stærstu útgerða landsins en það er 51,8% nú en var 51,4% árið 2013. Frá aldamótum hafa þó orðið þónokkrar breytingar á aflahlutdeild tíu stærstu útgerða en hlutdeild þeirra hefur aukist um tæp 10%, samkvæmt tölum Fiskistofu.