Sjónvarpsstöðin Hringbraut hóf göngu sína í gær og var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fyrsti gestur stöðvarinnar.
Sjónvarpsstöðin Hringbraut hóf göngu sína í gær og var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fyrsti gestur stöðvarinnar. Leiðarljós stöðvarinnar eru mannvirðing, umburðarlyndi og réttlæti, eftir því sem kemur fram í tilkynningu og er allt efni stöðvarinnar sent út í opinni dagskrá. Fyrstu vikurnar verður sent út nýtt íslenskt efni á milli klukkan 21 og 22 en smám saman verður dagskrárgerð aukin. Á meðal þáttastjórnenda á fyrstu mánuðum stöðvarinnar eru Björk Eiðsdóttir, Hulda Bjarnadóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Rakel Garðarsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður K. Kolbeinsson. Dagskrárstjóri er Sigmundur Ernir Rúnarsson.