Peningamál Peningastefnunefnd Seðlabankans samþykkti einróma þá tillögu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,5%, þegar nefndin fundaði 2. og 3. febrúar síðastliðinn.
Peningamál Peningastefnunefnd Seðlabankans samþykkti einróma þá tillögu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,5%, þegar nefndin fundaði 2. og 3. febrúar síðastliðinn. Fundargerð nefndarinnar var gerð opinber síðdegis í gær. Í henni kemur meðal annars fram að nefndin telur febrúarspá Peningamála fremur fela í sér vanmat á verðbólguþróun á komandi mánuðum en ofmat. Þá ítrekar nefndin einnig að efnahagshorfur séu að ýmsu leyti tvísýnni en áður og að þar ráði helst óvissa um niðurstöður komandi kjarasamninga og einnig hver áhrif lækkunar heimsmarkaðsverðs á eldsneyti muni hafa á verðbólgu og verðbólguvæntingar.