Hæstiréttur hefur ómerkt dóm yfir karlmanni, sem dæmdur var í héraði til fjögurra ára fangelsisvistar og að greiða brotaþola miskabætur vegna kynferðisbrots, og lagt fyrir héraðsdóm að leggja dóm á málið að nýju.

Hæstiréttur hefur ómerkt dóm yfir karlmanni, sem dæmdur var í héraði til fjögurra ára fangelsisvistar og að greiða brotaþola miskabætur vegna kynferðisbrots, og lagt fyrir héraðsdóm að leggja dóm á málið að nýju.

Niðurstaða Hæstaréttar grundvallast á því að dómurinn hefði að verulegu leyti verið í andstöðu við lög um meðferð sakamála. Þá hefði borið að leiða vitni fyrir dóm til skýrslugjafar um atvik sem vitnið hafði lýst fyrir lögreglu.

Fram kemur í dómi Hæstaréttar að í ákæruliðunum tveimur hafi verið lýst ólíkri háttsemi á tveimur stöðum og ljóst að einhver tími hefði liðið á milli þeirra. Brýna nauðsyn hefði því borið til að taka hvorn ákærulið til sjálfstæðrar úrlausnar og draga saman það sem dómurinn teldi sannað um ætlaða háttsemi ákærða undir hvorum ákærulið fyrir sig. Það hefði ekki verið gert.