Hálfklárað verk. S-Allir Norður &spade;84 &heart;D863 ⋄106 &klubs;KG876 Vestur Austur &spade;ÁDG53 &spade;972 &heart;K10542 &heart;G9 ⋄D2 ⋄G7543 &klubs;2 &klubs;D43 Suður &spade;K106 &heart;Á7 ⋄ÁK98 &klubs;Á1095 Suður spilar 3G.

Hálfklárað verk. S-Allir

Norður
84
D863
106
KG876

Vestur Austur
ÁDG53 972
K10542 G9
D2 G7543
2 D43

Suður
K106
Á7
ÁK98
Á1095

Suður spilar 3G.

„Hálfnað er verk þá hafið er,“ segir máltækið og sjálfsagt er eitthvað til í því. En það klárast ekki öll verk þrátt fyrir góðan ásetning. Suður tók fyrstu skóflustunguna en lét svo framhaldið í hendur örlaganna. Það gafst ekki vel.

Hver er suður og hvað gerði hann af sér? Erikas Vainikonis heitir hann, litháískur keppandi í Slava Cup. Hann vakti á sterku laufi og sagði svo grand við innákomu vesturs á spaða. Vestur sagði 2 og norður stökk í 3G. Hvernig á að spila með D út?

Vainikonis byrjaði vel: drap á K og lagði niður Á í rannsóknarskyni. En svo hætti hann við tígulinn og fór í laufið: spilaði 10 upp á kóng og G upp á ás. Engin hjálp frá vörninni og búið spil.

Það er nauðsynlegt að finna D og góð leið til þess er að taka ás og KÓNG í tígli til að kanna stöðuna í þeim lit. Svína síðan fyrir D þegar tvíspil í tígli sannast í vestur.