Í kvöld kl. 20 verður Skálmöld Einars Kárasonar frumsýnd á Sögulofti Landnámsseturs í Borgarnesi. Þar ætlar Einar ásamt dóttur sinni Júlíu Margréti að segja frá uppgangi Sturlu Sighvatssonar og dramatískum örlögum hans, föður hans og bræðra og endalokunum með Örlygsstaðabardaga.
Skálmöld er fjórða og síðasta bókin í bókaflokki Einars sem byggður er á Íslendingabók Sturlu Þórðarsonar. Skálmöld er skrifuð sem eintal fjölda persóna, karla og kvenna, sem upplifðu þennan viðburðaríka tíma.
Saman segja þau feðgin Einar og Júlía söguna með mismunandi röddum. Þessi stórkostlegu örlög, ris og fall fjölskyldu á Sturlungaöld.
Nánari upplýsingar á heimasíðu setursins: www.landnam.is.