Markahæst Karólína Bæhrenz Lárudóttir skoraði mest fyrir Gróttu.
Markahæst Karólína Bæhrenz Lárudóttir skoraði mest fyrir Gróttu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bikarmeistarar Gróttu slógu ekkert af gegn Selfossi í Olís-deild kvenna í gærkvöld og unnu algjöran yfirburðasigur, 31:10, í viðureign liðanna á Seltjarnarnesi.

Bikarmeistarar Gróttu slógu ekkert af gegn Selfossi í Olís-deild kvenna í gærkvöld og unnu algjöran yfirburðasigur, 31:10, í viðureign liðanna á Seltjarnarnesi. Fögnuðurinn vegna fyrsta stóra titilsins sat greinilega ekkert í Gróttukonum sem stungu strax af og gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en staðan var 18:5 að honum loknum. Grótta er því á ný með tveggja stiga forskot á Stjörnuna á toppnum. Selfoss er í slag við HK um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni, þar sem liðið gæti þá hæglega mætt Gróttu!

Karólína Lárudóttir skoraði 6 mörk fyrir Gróttu, Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Arndís María Erlingsdóttir 4 hvor, en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir gerði 5 mörk fyrir Selfoss. vs@mbl.is