Græjur Þeir eru margir sem heillast af tækjum og tólum og eru fermingarbörn þar engin undantekning, eins og Sigurður Stefán Flygenringhjá Maclandi útlistar.
Græjur Þeir eru margir sem heillast af tækjum og tólum og eru fermingarbörn þar engin undantekning, eins og Sigurður Stefán Flygenringhjá Maclandi útlistar. — Morgunblaðið/Kristinn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tækninni fleygir fram og notkun hennar verður sífellt almennari, að því marki að börn læra á snertiskjá nokkurn veginn um leið og þau læra að ganga.

Tækninni fleygir fram og notkun hennar verður sífellt almennari, að því marki að börn læra á snertiskjá nokkurn veginn um leið og þau læra að ganga. Fermingarblaðið fékk Sigurð Stefán Flygenring, verslunarstjóra hjá Macland, til að varpa svolitlu ljósi á hugmyndir að gjöfum sem fá hjörtu fermingarbarna til að slá svolítið hraðar.

Apple Earpods

„Þessi heyrnartól komu fram á sjónarsviðið þegar iPhone 5 kom út og gefa þau gríðarlega góðan hljóm og djúpan bassa fyrir peninginn. Þessi heyrnartól eru svaka „bang-for-the-buck,“ eins og maður segir, og höfum við fengið þó nokkra Android-menn í verslunina að kaupa sér þessi heyrnartól.“

Apple MacBook Air

„Þetta er skólatölvan sem yfirleitt verður fyrir valinu, sterk, létt, meðfærileg og dugandi. Getur allt sem námsmaðurinn þarf að afgreiða og verður fljótt bæði besti vinurinn og þarfasti þjónninn.“

BOSE Soundlink Mini

„Þessi ferðahátalarar eru með innbyggðri rafhlöðu sem gefur kost á sjö klukkutímum í spilun. Það má senda músíkina í þá gegnum Bluetooth eða snúru og þeir voru að lækka í verði í kjölfar þess að vörugjöld voru felld niður. Mjög vinsælir.“

AIAIAI-heyrnartól

„Gríðarlega vinsæl heyrnartól enda hljóðið bæði framúrskarandi og endingin sömuleiðis frábær. Ef þú kaupir vönduð heyrnartól þarftu jafnvel bara ein yfir ævina. Innbyggður míkrófónn og fjarstýring til að hækka og lækka. Allt sem þú þarft á eyrun.“

iPhone 6

„Hvað get ég sagt um æfóninn? Hann er bara tækið sem allir eiga, sama á hvað aldri viðkomandi er. Sími, fartölva, myndavél og bara allt hitt líka í einu tæki sem engin leið er að vera án.“

Apple TV

„Þessi græja er yfirleitt stofutæki fyrir alla fjölskylduna en margir eru samt með þetta í herberginu tengt við tölvuskjáinn enda ótrúlega þægilegt að geta speglað öllu af símanum, tölvunni eða hvaða IOS-tæki sem vera skal á tölvuskjáinn, ásamt myndbandaafspilun, tónlistarafspilun, tengingu við Netflix, Hulu og svo framvegis. Snilldargræja.“

PicStick

„Þessi handhæga og flotta selfie-stöng var gríðarlega vinsæl jólagjöf fyrir unga fólkið og fermingarbörnin munu án nokkurs vafa vilja eina svona til að taka myndirnar með í sumar.“