Rekstrartekjur RARIK árið 2014 námu 12,5 milljörðum króna og jukust frá fyrra ári þegar þær voru 11,8 milljarðar. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta jókst til muna eða um tæp 37% og fór úr 1,9 milljörðum í tæpa 2,7 milljarða.

Rekstrartekjur RARIK árið 2014 námu 12,5 milljörðum króna og jukust frá fyrra ári þegar þær voru 11,8 milljarðar. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta jókst til muna eða um tæp 37% og fór úr 1,9 milljörðum í tæpa 2,7 milljarða.

Heildareignir RARIK við árslok 2014 voru 48.536 milljónir og hækkuðu um 1.749 milljónir milli ára. Heildarskuldir voru 19 milljarðar og lækkuðu um 600 milljónir. Eigið fé var 29,5 milljarðar og hækkaði því úr 58% í 61% á árinu 2014.

Fjárfestingar þær sem félagið réðst í á síðasta ári voru ekki eins miklar og á árinu 2013. Námu þær 2,6 milljörðum og munaði þar mest um fjárfestingu í hitaveitu á Skagaströnd og rafvæðingu fiskmjölsverksmiðju árið á undan.

Stjórn RARIK leggur til að félagið greiði 310 milljónir í arð til ríkissjóðs vegna síðasta rekstrarárs.