[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Jæja, til hamingju með að vera komin/-n í fullorðinna manna tölu.“ Þetta heyrði ég ítrekað daginn sem ég fermdist, rétt eins og ótal fermingarbörn þar á undan og öll þau sem komu á eftir. Það er reyndar heilmikið til í því.

„Jæja, til hamingju með að vera komin/-n í fullorðinna manna tölu.“ Þetta heyrði ég ítrekað daginn sem ég fermdist, rétt eins og ótal fermingarbörn þar á undan og öll þau sem komu á eftir. Það er reyndar heilmikið til í því.

Fermingin er líkast til algengur tímapunktur hjá mörgum þegar þeir fá fyrst að hafa afgerandi áhrif á fatakaupin – fermingargallinn er jú eitthvað sem hver og einn verður að fá að ráða í aðalatriðum enda foreldrar og forráðamenn iðulega glórulaus um það hvað er móðins hverju sinni í huga og heimi 14 ára unglinga.

Annað nátengt atriði er að dömurnar halda oft upp á daginn með því að prófa að mála sig svolítið. Og eins og er með fatnaðinn, þá verður ekki aftur snúið þegar unga fólkið hefur einu sinni fengið að hafa vit fyrir sjálfu sér með frágang og fatnað.

Loks má nefna að við fermingu fær maður oft í fyrsta sinn „fullorðinslegar“ gjafir, á borð við ritsöfn, alfræðiorðabækur, pennasett og þvíumlíkt. Ekki endilega vinsælast á fermingardaginn en eldist firnavel.

Við fermingarbörn ársins segi ég því: verið velkomin í fullorðinna manna og kvenna tölu og njótið dagsins.