Mark ÍR-ingurinn Jón Heiðar Gunnarsson kominn í marktækifæri gegn HK.
Mark ÍR-ingurinn Jón Heiðar Gunnarsson kominn í marktækifæri gegn HK. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í Austurbergi Ívar Benediktsson iben@mbl.is ÍR-ingar gerðu ekkert meira en þeir þurftu á að halda til þess að leggja HK í Austurbergi í gærkvöldi, 31:28.

Í Austurbergi

Ívar Benediktsson

iben@mbl.is

ÍR-ingar gerðu ekkert meira en þeir þurftu á að halda til þess að leggja HK í Austurbergi í gærkvöldi, 31:28. Sigurinn dugði ÍR-liðinu til þess að komast upp í annað sæti deildarinnar þótt vart verði sagt að frammistaðan hafi bent til þess að þar væri á ferðinni næstbesta lið Olís-deildarinnar í handknattleik.

Tíðum leit út fyrir að leikmenn ÍR hefðu takmarkaðan áhuga á leiknum. Einbeiting margra var í lágmarki en dugði til þess að leggja að velli langneðsta lið deildarinnar.

HK-liðið var sjálfum sér verst að þessu sinni. Varnar- og sóknarleikur liðsins var í molum í fyrri hálfleik og fyrir vikið var sex marka munur á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 18:12. Meginástæðan fyrir þessum mun var að Svavar Ólafsson, markvörður ÍR, stóð sig ágætlega meðan markvarslan hjá HK var í molum eins og annað í leik liðsins.

HK tókst að minnka muninn í tvö snemma í síðari hálfleik en hver mistökin ráku önnur í framhaldinu sem urðu vatn á myllu ÍR-inga.

ÍR – HK 31:28

Austurberg, úrvalsdeild karla, Olís-deildin, fimmtudaginn 5. mars 2015.

Gangur leiksins : 4:3, 7:6, 10:8, 11:9, 14:10, 18:12 , 19:17, 23:18, 23:20, 26:23, 27:23, 28:27, 31:28 .

Mörk ÍR : Arnar Birkir Hálfdánsson 10, Björgvin Hólmgeirsson 6, Sturla Ásgeirsson 5, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 2, Bjarni Fritzson 2, Daníel Guðmundsson 1/1, Davíð Georgsson 1, Eggert Jóhannsson 1.

Varin skot : Svavar Ólafsson 14.

Utan vallar : 12 mínútur.

Mörk HK : Daði Laxdal Gautason 7/3, Guðni Már Kristinsson 5, Þorgrímur Smári Ólafsson 4, Þorkell Magnússon 2, Andri Þór Helgason 2, Leó Snær Pétursson 2, Óðinn Þór Ríkharðsson 2, Tryggvi Þór Tryggvason 2, Máni Gestsson 1, Atli Karl Bachmann 1.

Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 12/1.

Utan vallar : 10 mínútur, þar af fékk Guðni rautt spjald vegna þriggja brottvísana á 55. mín.

Dómarar : Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson.

Áhorfendur : 250.