Papiss Cissé, framherji Newcastle, viðurkenndi í gær að hafa hrækt í átt að Jonny Evans varnarmanni Manchester United í leik liðanna í úrvalsdeildinni.

Papiss Cissé, framherji Newcastle, viðurkenndi í gær að hafa hrækt í átt að Jonny Evans varnarmanni Manchester United í leik liðanna í úrvalsdeildinni. Hann hefur í kjölfarið verið úrskurðaður í sjö leikja bann þar sem hann mótmælti ekki kæru enska knattspyrnusambandsins. Einum leik er bætt við þar sem Cissé fékk rautt spjald fyrr í vetur.

Evans hefur harðneitað því að hafa hrækt viljandi á Cissé, enda þótt myndskeið af atvikinu virðist sýna sekt hans. Hann hefur frest til klukkan 18 í dag til að ákveða hvort hann mótmælir kærunni, sem annars leiðir til sex leikja banns. vs@mbl.is