Fram fór fjölmennur baráttufundur BHM í Austurbæ í gær þar sem endurnýjun kjarasamninga og kjaraviðræðurnar voru til umræðu.
Í ályktun fundarins er tekið undir áherslur samninganefndanna í viðræðunum.
Fram kom að félagsmenn á fundinum lýsa fullum stuðningi við áherslur samninganefnda BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum.
„Fundurinn beinir því til stjórnvalda að setja þekkingu í forgang á íslenskum vinnumarkaði, leiðrétta laun félagsmanna BHM og þannig stuðla að hagsæld til framtíðar.
Félagsmenn lýsa sig reiðubúna til að vinna að því markmiði og beita þeim þrýstingi sem þarf til að það náist,“ segir í ályktuninni.