Margir vilja skoða lundann í Eyjum.
Margir vilja skoða lundann í Eyjum.
Útlit er fyrir að 40 skemmtiferðaskip komi til Vestmannaeyja í sumar eða um tvöfalt fleiri en í fyrra. Ólafur Þór Snorrason, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, segir minnst þriðjung væntanlegra skipa of stóran til þess að geta komið inn í höfnina.

Útlit er fyrir að 40 skemmtiferðaskip komi til Vestmannaeyja í sumar eða um tvöfalt fleiri en í fyrra.

Ólafur Þór Snorrason, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, segir minnst þriðjung væntanlegra skipa of stóran til þess að geta komið inn í höfnina. Þessi aukna umferð kalli, ásamt þörfinni fyrir að geta tekið á móti stærri flutningaskipum, á að byggður verði stórskipakantur.

Páll Marvin Jónsson, formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja, segir það hafa komið til umræðu hjá samtökunum um daginn hvort fjöldi ferðamanna sé kominn að þolmörkum á vinsælustu stöðunum. „Viljum við fá fleiri ferðamenn? Það er ekkert gefið. Það hefur lítið verið byggt upp af göngustígum og innviðum,“ segir Páll Marvin.

Sigurmundur Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Viking Tours, segir brýnt að ráðast í uppbyggingu, meðal annars á salernisaðstöðu fyrir gesti skemmtiferðaskipa. 4