[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það fylgir því að verða unglingur að þurfa að læra réttu handtökiní eldhúsinu. Tíminn líður hratt og fyrr en varið er litla barnið flogið úr hreiðrinu, og þarf þá að geta bakað sínar eigin kökur, og eldað sín eigin lambalæri.

Það fylgir því að verða unglingur að þurfa að læra réttu handtökiní eldhúsinu. Tíminn líður hratt og fyrr en varið er litla barnið flogið úr hreiðrinu, og þarf þá að geta bakað sínar eigin kökur, og eldað sín eigin lambalæri.

Ekki gengur að hringja í mömmu eða pabba í hvert skipti sem þarf að rúlla sushi eða kreista sítrónu, og þaðan af síður er í lagi að ungmennið stelist í eldhúsáhaldasafnið hjá foreldrunum þegar þarf að matreiða.

Þess vegna er gráupplagt að nota ferminguna til að gefa fyrstu eldhúsáhöldin. Restin getur svo komið þegar brúðkaupsdagurinn rennur upp.

Og hvað þarf svo fermingarbarnið helst að eignast?

ai@mbl.is

Safaríkir borgarar

Það má t.d. byrja á sterkbyggðri hamborgarapressu. Þetta þarfa áhald er ekki til í öllum eldhúsum og unglinga eiga víst að þekkja fátt betra en hamborgara.

Nú getur unglingurinn dundað sér við alls kyns tilraunir með nautahakk, krydd og annað gotterí til að blanda hinn fullkomna hamborgara.

Hamborgarapressan kostar 4.200 á Kokka.is

Ráðist á korkinn

Vandaður tappatogari endist lengi og nýtist vel. Ganga flestir unglingar í gegnum tímabil þar sem þeir læra að hafa áfengi um hönd, og kemur tappatogari og flöskuopnari þá í góðar þarfir.

Smám saman víkur bjórinn væntanlega fyrir víninu og verður þá að ná korknum út hratt og vel.

Jafnast þá fátt á við Baltaz tappatogarann sem kostar 15.759 kr hjá Kokka.is

Fínar sneiðar

Að finna góðan ostahníf getur verið furðusnúið. Osturinn er samt svo mikilvægur þáttur í mataræði Íslendinga að þetta tæki má ekki vanta, og kemur sér vel þegar flutt er að heiman. Þessi ostaskeri hér til hliðar, frá þýska framleiðandanum WMF, er byggður til að endast, og er líka ekki fyrirferðarmikill svo hann passar vel ofan í ferðatöskuna þegar haldið er af stað út í heim í nám.

WMF Profi Plus ostaskerinn kostar 92 pund á Amazon.co.uk.