Vulnicura Björk sendi frá sér plötu í janúar og vinnur nú að þrívíddarmynd.
Vulnicura Björk sendi frá sér plötu í janúar og vinnur nú að þrívíddarmynd.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Skammt er síðan Björk Guðmundsdóttir sendi frá sér breiðskífuna Vulnicura og fyrsta smáskífan af henni, Stonemilker, kom út um líkt leyti. Nú hyggst Björk gera þrívíddarmyndband við lagið og þá fyrir Oculus Rift-þrívíddargleraugun.

Skammt er síðan Björk Guðmundsdóttir sendi frá sér breiðskífuna Vulnicura og fyrsta smáskífan af henni, Stonemilker, kom út um líkt leyti. Nú hyggst Björk gera þrívíddarmyndband við lagið og þá fyrir Oculus Rift-þrívíddargleraugun.

Oculus Rift er þrívíddargleraugu sem notandi spennir á sig og sér þá þrívíddarmynd úr tölvu. Gleraugun eru líka með hreyfi-, stöðu- og hraðaskynjara og fyrir vikið breytist myndin sem notandinn sér eftir því hvernig hann hreyfir höfuðið. Í leiknum EVE: Valkyrie, sem íslenska fyrirtækið CCP framleiðir, lýsir sér það þannig til að mynda að sá sem spilar leikinn er staddur í stjórnklefa geimflaugar og ef hann snýr höfðinu sér hann það sem er til hliðar við geimskutluna og eins ef hann lítur um öxl, en þá sér hann sætisbrúnina á flugstjórastólnum sem hann situr á og það sem er fyrir aftan skutluna.

Notkunarmöguleikar eru þó fleiri en að spila tölvuleiki, því með slíkum gleraugum er hægt að upplifa kappleik í íþróttum á nýjan hátt heima í stofu, hægt að skoða fjarlæga staði (fara í sýndarferðalag), sækja fundi eða aðrar uppákomur og taka þátt í ráðstefnum eða námskeiðum svo dæmi séu tekin.

Framleiðandi Oculus Rift er Oculus VR. Facebook keypti fyrirtækið fyrir um 250 milljarða króna fyrir ári. arnim@mbl.is