[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
D agný Brynjarsdóttir var hetja Bayern München sem vann Turbine Potsdam í efstu deild þýsku knattspyrnunnar í gærkvöld. Dagný skoraði sigurmarkið á 75. mínútu leiksins með góðu skoti. Markið kom Bayern einu stigi frá toppsæti deildarinnar.

D agný Brynjarsdóttir var hetja Bayern München sem vann Turbine Potsdam í efstu deild þýsku knattspyrnunnar í gærkvöld. Dagný skoraði sigurmarkið á 75. mínútu leiksins með góðu skoti. Markið kom Bayern einu stigi frá toppsæti deildarinnar. Þar tróna Evrópumeistarar Wolfsburg með 45 stig en Bayern er með 44. Potsdam er í 4. sæti deildarinnar með 40 stig, þremur á eftir Frankfurt í þriðja sætinu. Fjórar umferðir eru eftir af deildinni og allt stefnir í æsispennandi keppni um þýska meistaratitilinn.

Íslendingalið Sundsvall Dragons er komið í góða stöðu gegn Hauki Helga Pálssyni og félögum í LF Basket í átta liða úrslitum um sænska meistaratitilinn í körfuknattleik. Eftir 94:77 sigurinn á LF Basket í gærkvöld er liðið komið í 2:0 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. Fyrri leikurinn fór 77:70. Jakob Örn Sigurðarson var í stóru hlutverki hjá Sundsvall og skoraði 17 stig. Þá skoraði Sigurður Þorsteinsson 9 stig fyrir Solna sem jafnaði metin gegn Borås í 1:1 með sigri, 79:76.