Kanye West
Kanye West
Rapparinn Kanye West virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá öllum því um 80 þúsund manns hafa nú skrifað undir beiðni þess efnis að hann verði ekki eitt af aðalatriðum Glastonbury tónlistarhátíðarinnar á Englandi í sumar.
Rapparinn Kanye West virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá öllum því um 80 þúsund manns hafa nú skrifað undir beiðni þess efnis að hann verði ekki eitt af aðalatriðum Glastonbury tónlistarhátíðarinnar á Englandi í sumar. Neil nokkur Lonsdale hóf undirskriftasöfnunina og greinilegt er að margir eru sammála honum. Lonsdale telur West fullan sjálfselsku og vitfirrtan og ekki eiga skilið að vera í öndvegi á hátíðinni. West hefur hlotið mikið lof fyrir plötur sínar en þótt fullhrokafullur á verðlaunahátíðum.