Vínbúð Til stendur að opna nýja vínbúð í Spönginni í Reykjavík.
Vínbúð Til stendur að opna nýja vínbúð í Spönginni í Reykjavík. — Morgunblaðið/Heiddi
Fyrir liggur að vínbúð verður opnuð í Spönginni í Grafarvogi í Reykjavík á næstunni. Nákvæm dagsetning opnunar liggur ekki fyrir en ÁTVR tekur við húsnæðinu hinn 1. maí.

Fyrir liggur að vínbúð verður opnuð í Spönginni í Grafarvogi í Reykjavík á næstunni. Nákvæm dagsetning opnunar liggur ekki fyrir en ÁTVR tekur við húsnæðinu hinn 1. maí.

Vínbúðin verður í um 430 fermetra húsnæði í hluta rýmisins sem nú hýsir Hagkaup en sú verslun kemur til með að minnka.

Vínbúð lokað 2009

Stefnt hefur verið að því að opna Vínbúð í Grafarvogi en slíkri verslun í Spönginni var lokað í byrjun ársins 2009. Hátt í 20 þúsund manns búa í hverfinu.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, staðfesti opnun verslunarinnar í samtali við Gullinbrú og sagði ÁTVR hafa skrifað undir samning við Reiti fasteignafélag um leigu á húsnæðinu.

Nánari upplýsingar um opnunardag munu liggja fyrir um miðjan apríl. sunnasaem@mbl.is