Launavísitalan hækkaði í febrúar um 0,5% frá fyrri mánuði, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,4%.
Launavísitalan hækkaði í febrúar um 0,5% frá fyrri mánuði, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,4%. Launavísitalan tekur mið af breytingum reglulegra launa sem greidd eru fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Vísitala kaupmáttar launa , sem byggist á launavísitölu og vísitölu neysluverðs, lækkaði hins vegar um 0,1% í febrúar frá fyrri mánuði. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 5,6% . Hafa ber í huga að kaupmáttur launa er annar en kaupmáttur ráðstöfunartekna, þar sem tekið er tillit til heildarlauna, annarra tekna og tilfærslna, svo sem barna- og vaxtabóta, að frádregnum sköttum.