[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
FKristín Jóhannesdóttir er fædd á Siglufirði 21. mars 1975 en ólst upp í Örebro í Svíþjóð til 9 ára aldurs þar sem foreldrar hennar voru við nám. Hún flutti þá í Garðabæinn og gekk í Flataskóla og Garðaskóla í Garðabæ.

FKristín Jóhannesdóttir er fædd á Siglufirði 21. mars 1975 en ólst upp í Örebro í Svíþjóð til 9 ára aldurs þar sem foreldrar hennar voru við nám. Hún flutti þá í Garðabæinn og gekk í Flataskóla og Garðaskóla í Garðabæ. „Fyrsta sumarvinnan var á Hverabakka á Flúðum, þar sem ég starfaði í fjögur sumur á garðyrkjubúi hjá Sigurði Tómassyni og Svövu Sveinbjörnsdóttur. Næstu tíu sumur eftir það var ég í Mývatnssveit, fyrst sex sumur á Hótel Reynihlíð og síðan tvö sumur hjá Mýflugi. Loks tóku við tvö sumur þar sem ég aðstoðaði unnustann við rekstur hestaleigu í sveitinni.

Eftir grunnskólann lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð, þar sem draumurinn hafði alltaf verið að komast í kór Menntaskólans við Hamrahlíð, og útskrifaðist sem stúdent af náttúrufræðibraut vorið 1995.“

Búið á Akureyri frá 1996

Í janúar 1996 flutti Kristín norður til Akureyrar, þar sem hún fór að vinna í leik- og grunnskóla í nokkra mánuði áður en hún byrjaði í grunnskólakennaranámi við Háskólann á Akureyri. Ég lauk B.Ed. prófi frá HA sumarið 1999, en þá fæddist frumburðurinn. Eftir stutt fæðingarorlof fór ég að kenna, fyrst við afleysingar í Brekkuskóla. Haustið 2000 byrjaði ég að kenna í Lundarskóla, þar sem ég starfaði til sumars 2012, lengst af í kennslu, en síðustu tvö árin sem deildarstjóri. Haustið 2012 var ég ráðin skólastjóri við Oddeyrarskóla á Akureyri og er því á mínu þriðja starfsári þar.“

„Tónlist hefur alltaf verið mitt helsta áhugamál. Á grunnskólaárunum lærði ég á píanó hjá Katrínu Sæmundsdóttur í Tónlistarskólanum í Garðabæ. Á þeim árum var ég líka í Skólakór Garðabæjar. Á menntaskólaárunum fór m.a. ég með Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í ógleymanlega ferð á kóramót í Ísrael sumarið 1995. Eftir komuna norður söng ég um hríð með Leikhúskórnum á Akureyri.

Hin síðari ár hefur líf mitt verið helgað fjölskyldunni, starfinu og framhaldsnámi. Haustið 2008 hóf ég nám í opinberri stjórnsýslu við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Því námi lauk ég með meistaraprófi haustið 2012. Auðar stundir vil ég helst nýta í samveru með fjölskyldu og vinum, ferðalög, veiða og að fara á skíði. Við dveljum gjarnan nokkrar vikur á sumrin í sumarbústað foreldra minna á Suðurlandi. Ég nýt þess að lesa góðar bækur. Ég er í leshring með góðum hópi kvenna sem hittist reglulega og ræðir bækur og margt annað skemmtilegt.“

Fjölskylda

Eiginmaður Kristínar er Erlingur Guðmundsson, f. 16.4. 1971, starfsmaður á sambýli. Foreldrar hans eru Guðmundur Þórhallsson, f. 24.11. 1944, bifvélavirki, og k.h. Áslaug Freysteinsdóttir, f. 14.3. 1941, starfsmaður á öldrunarheimili, búsett á Akureyri.

Börn Kristínar og Erlings eru Áslaug Erlingsdóttir, f. 31.5. 1999, nemi við Menntaskólann á Akureyri, Gunnar Egill Erlingsson, f. 22.8. 2002, grunnskólanemi og Guðrún Dóra Erlingsdóttir, f. 25.8. 2008, grunnskólanemi.

Systkini Kristínar eru Gunnar Jóhannesson, f. 15.2. 1968, verkfræðingur, búsettur í Garðabæ, og Gróa Björk Jóhannesdóttir, 15.11. 1969, barnalæknir og framkvæmdastjóri lyflækningasviðs við Sjúkrahúsið á Akureyri, búsett á Akureyri.

Foreldrar Kristínar eru Jóhannes M. Gunnarsson, 24.12. 1945, læknir við Landspítala og k.h. Guðrún Sigurjónsdóttir, f. 18.10. 1946, hjúkrunarfræðingur við Landspítala, búsett í Kópavogi.