Vára úr Kópavogi Sigurpáll Viggo Snorrason, Guðjón Sveinsson, Bjarni Daníel Þorvaldsson, Bjarni Þorleifsson og Dagur Reykdal Halldórsson.
Vára úr Kópavogi Sigurpáll Viggo Snorrason, Guðjón Sveinsson, Bjarni Daníel Þorvaldsson, Bjarni Þorleifsson og Dagur Reykdal Halldórsson.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir hefst í Hörpu á sunnudagskvöld, en þetta er í 33. sinn sem keppnin er haldin. 39 hljómsveitir taka þátt í keppninni að þessu sinni, tíu sveitir keppa sunudagskvöld frá kl. 19.

Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir hefst í Hörpu á sunnudagskvöld, en þetta er í 33. sinn sem keppnin er haldin. 39 hljómsveitir taka þátt í keppninni að þessu sinni, tíu sveitir keppa sunudagskvöld frá kl. 19.30 og síðan verður keppninni haldið áfram á sama tíma næstkomandi mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld, en úrslitin verða laugardaginn 28. mars kl. 17.

Í undanúrslitum velur salur eina hljómsveit en dómnefnd aðra. Dómnefndin er skipuð undirrituðum, Árna Matthíassyni, og þeim Agli Tómassyni, Ásu Dýradóttur, Gunnari Gunnarssyni, Hildi Guðnýju Þórhallsdóttur, Kristjáni Kristjánssyni og Ragnheiði Eiríksdóttur.

Tilraunirnar voru fyrst haldnar 1982 og í gegnum tíðina hafa helstu verðlaun verið hljóðverstímar.

Fyrstu verðlaun í tilraununum að þessu sinni eru tuttugu hljóðverstímar í hljóðverinu Sundlauginni með hljóðmanni, en einnig fær sigursveitin 50.000 kr. peningagjöf frá Senu, gjafabréf frá Icelandair í Evrópuferð til að spila á vegum Stage Europe Network sem Hitt Húsið er aðili að, að spila á Iceland Airwaves og að koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður 2015, flug og gisting innifalið, tuttugu þúsund króna úttekt frá 12 Tónum og styrk úr Minningarsjóði Péturs Kristjánssonar.

Sú hljómsveit sem lendir í öðru sæti fær líka hljóðverstíma, tuttugu tíma í Stúdíó Paradís ásamt hljóðmanni, fær að spila á Iceland Airwaves og fimmtán þúsund króna úttekt frá 12 Tónum.

Verðlaun fyrir þriðja sæti eru tuttugu hljóðverstímar í Aldingarðinum ásamt hljóðmanni og tíu þúsund króna úttekt frá 12 Tónum.

Hljómsveit fólksins fær upptökutæki frá Tónastöðinni, tuttugu þúsund króna úttekt frá Smekkleysu, plötubúð og að spila í beinni í Popplandi á Rás 2.

Tónastöðin verðlaunar svo gítarleikara, bassaleikara, hljómborðsleikara og trommuleikara Músíktilrauna 2015 með þrjátíu þúsund króna úttekt í versluninni. Rafheili Músíktilrauna fær líka þrjátíu þúsund króna úttekt frá Tónastöðinni og mix og masteringu frá Möller Records.

Söngvari Músíktilrauna fær SHURE Beta 58 hljóðnema frá Hljóðfærahúsinu.

Forlagið veitir bókagjöf sem viðurkenningu fyrir textagerð á íslensku og árs áskrift að snara.is.

Auk þeirra hljómsveita sem getið er hér til hliðar koma fram Elgar úr Reykjavík; Ívar Hannes Pétursson, Eiður Tjörvi Pálsson, Dagur Leó Pálsson og Danival Heide Sævarsson, Distort City úr Mosfellsbæ og víðar; Samúel Ásgeirsson, Axel Markús Ólafsson, Ögmundur Kárason og Hreggviður Emil Eðvarðsson og Áhryf úr Kópavogi; Þorgeir Björnsson, Huginn Goði Kolbeinsson og Sindri Franz Pálsson.

arnim@mbl.is