Verk Ofið úr ull og hrosshári.
Verk Ofið úr ull og hrosshári.
Sýning á veflistaverkum Ásgerðar Búadóttur verður opnuð í Galleríi Fold við Rauðarárstíg í dag. „Á sýningunni er m.a. síðasta veggklæðið sem Ásgerður gerði.

Sýning á veflistaverkum Ásgerðar Búadóttur verður opnuð í Galleríi Fold við Rauðarárstíg í dag. „Á sýningunni er m.a. síðasta veggklæðið sem Ásgerður gerði. Þetta er abstrakt-verk byggt á línum og formum ofið úr ull og hrosshárum en auk verksins eru sýndar skissur og vinnuteikningar af verkinu sem gefur einstaka sýn á vinnuferli listamannsins,“ segir m.a. í tilkynningu.

Ásgerður fæddist í Borgarnesi 4. desember 1920. Hún stundaði framhaldsnám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn árin 1946-49.

„Ásgerður var án efa markverðasti veflistamaður þjóðarinnar á 20. öld. Alls urðu einkasýningar Ásgerðar 15 talsins og hún tók þátt í um 70 samsýningum hér á landi sem erlendis,“ segir m.a. í tilkynningu. Ásgerður lést árið 2014. Sýningin stendur til 12. apríl.