Hvað ef? A-NS Norður &spade;107 &heart;ÁD843 ⋄ÁD &klubs;K1053 Vestur Austur &spade;KG &spade;98 &heart;10952 &heart;G7 ⋄K97542 ⋄10863 &klubs;G &klubs;ÁD862 Suður &spade;ÁD65432 &heart;K6 ⋄G &klubs;974 Suður spilar 4&spade;.

Hvað ef? A-NS

Norður
107
ÁD843
ÁD
K1053

Vestur Austur
KG 98
10952 G7
K97542 10863
G ÁD862

Suður
ÁD65432
K6
G
974

Suður spilar 4.

Frægt er spilið í úrslitaleik HM 1975 þegar Eddie Kantar átti K10 í vörn gegn 7 á undan ÁD í blindum. Belladonna var sagnhafi. Hann signdi sig og svínaði drottningunni. Þrettán slagir.

Áhorfendur veltu upp þeirri spurningu hvað hefði gerst ef Kantar hefði látið kónginn í fyrsta laufið. Belladonna átti G98xxx heima og hefði ef til vill spilað upp trompbragð og tapað slemmunni. „Ég væri enn að hugsa,“ játaði Belladonna í lokahófinu.

Glenn Milgrim er bandarískur spilari eins og Kantar og mundi vel eftir hinu glataða tækifæri samlanda síns. Milgrim var með spil vesturs á vorleikunum í New Orleans og kom út með G gegn 4. Austur tók tvo slagi á litinn og spilaði þriðja laufinu, sem Milgrim trompaði með KÓNG. Hugmyndin var að plata sagnhafa til að svína djúpt fyrir gosann síðar. Það fór á annan veg.

Hvað gerist ef vestur trompar með gosa? Suður væri enn að hugsa.