Sagnaskáld Mynd og svarbréf sem Emile Zola sendi einni systurinni.
Sagnaskáld Mynd og svarbréf sem Emile Zola sendi einni systurinni. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Galati. AFP. | Í rúmenskum bæ við Dóná dönsuðu þrjár bókelskar systur af gleði í hvert sinn sem póstberinn afhenti þeim bréf frá jöfrum á borð við Mark Twain, Emile Zola og Jules Verne.

Galati. AFP. | Í rúmenskum bæ við Dóná dönsuðu þrjár bókelskar systur af gleði í hvert sinn sem póstberinn afhenti þeim bréf frá jöfrum á borð við Mark Twain, Emile Zola og Jules Verne.

Systurnar Antonie, Rovena og Emilia Schwarz fæddust á síðari helmingi 19. aldar. Þær helguðu líf sitt kennslu, lestri fagurbókmennta og söfnun eiginhandaráritana og ljósmynda af rithöfundum, að sögn Ilie Zanfir, forstöðumanns bókasafns í bænum Galati.

Yngsta systirin, Emilia, gaf bókasafninu 714 bréf sem þær höfðu safnað. Fyrsta bréfið er frá árinu 1891 og það síðasta frá 1961. Flest bréfanna fengu systurnar undir lok 19. aldar og í byrjun 20. aldar þegar þær voru unglingar.

Lítið er vitað um líf systranna, annað en það að þær voru gyðingar, eignuðust aldrei börn og ráku skóla fyrir stúlkur. Í frístundunum skrifuðu þær þekktum rithöfundum, spurðu þá um bækur þeirra og skoðanir þeirra á málefnum líðandi stundar. Þær gerðust einnig svo djarfar að biðja þá um að senda myndir af sér.

Margir rithöfundanna svöruðu með glöðu geði og sendu systrunum bréf. Sum þeirra voru aðeins nokkrar línur en önnur lengri. Einn rifhöfundanna skrifaði heila síðu um skoðanir sínar á hlutverki kvenna í samfélaginu, bókmenntum og stjörnufræði, helstu hugðarefnum elstu systurinnar, Antonie, sem dó árið 1912.

Franski rithöfundurinn Emile Zola (1840-1902) svaraði bréfi frá Rovenu og ráðlagði henni að lesa ekki bækur hans fyrr en foreldrar hennar eða eiginmaður leyfðu henni það. Meðal annarra sem svöruðu voru Jules Verne og Mark Twain sem synjuðu báðir kurteislega beiðni systranna um myndir af sér.