Sjómannaskólinn í Reykjavík.
Sjómannaskólinn í Reykjavík.
Skrúfudagurinn svonefndi er í dag en það er árlegur kynningardagur nemenda og kennara í Véltækniskóla og Skipstjórnarskóla Tækniskólans.

Skrúfudagurinn svonefndi er í dag en það er árlegur kynningardagur nemenda og kennara í Véltækniskóla og Skipstjórnarskóla Tækniskólans.

Skrúfudagurinn markar jafnframt upphaf hátíðarhalda til að minnast þess, að formleg vélstjóramenntun á Íslandi á 100 ára afmæli í ár en haustið 1915 setti Alþingi „lög um vjelstjóraskóla í Reykjavík“. Skólinn var stofnaður sama haust og hefur starfað óslitið síðan.

Dagskráin í dag hefst klukkan 12.30 í Tækniskólanum við Háteigsveg (Sjómannaskólanum). Mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þá m.a. flytja ávarp.