Stjórnandinn Jón Stefánsson.
Stjórnandinn Jón Stefánsson.
Dömukórinn Graduale Nobili heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun kl. 17. Í fyrra hélt kórinn tónleika með lögum fyrir karlakóra sem vöktu mikla lukku og verða nokkur þeirra á tónleikunum á morgun. Á seinni hluta tónleikanna verða m.a.
Dömukórinn Graduale Nobili heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun kl. 17. Í fyrra hélt kórinn tónleika með lögum fyrir karlakóra sem vöktu mikla lukku og verða nokkur þeirra á tónleikunum á morgun. Á seinni hluta tónleikanna verða m.a. sungin sex verk tileinkuð Maríu guðsmóður en borðunardagur Maríu er á morgun. Má þar nefna „Maríuljóð“ eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, „Maríukvæði“ eftir Atla Heimi Sveinsson og „Ave Maria“ eftir Gustav Holst. Þá verður frumflutt „Magnificat“ sem breska tónskáldið Christopher Field samdi fyrir kórinn. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson.