Hafísinn er langt frá landi. Óveðrin sem gengið hafa yfir Ísland eiga þátt í að ýta honum frá landinu. Vísindamenn hafa getað fylgst vel með þróuninni með myndum úr evrópskum gervitunglum sem ná í gegnum skýjahulu.

Hafísinn er langt frá landi. Óveðrin sem gengið hafa yfir Ísland eiga þátt í að ýta honum frá landinu.

Vísindamenn hafa getað fylgst vel með þróuninni með myndum úr evrópskum gervitunglum sem ná í gegnum skýjahulu. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landafræði við Háskóla Íslands, segir að mjög greinilega hafi sést á þessum myndum hvernig ísinn brotnaði upp í hvassviðrinu um síðustu helgi og sópaðist frá Íslandi. Lægðagangurinn að undanförnu hafi því haft mikil áhrif á hafísinn.

Samkvæmt tilkynningu Veðurstofu Íslands var ísjaðarinn um 110 sjómílur frá Straumnesi, þar sem hann var næst land. Er þetta mikil breyting á einum mánuði því 17. febrúar var meginísröndin metin í aðeins 46 sjómílna fjarlægð frá Gelti. helgi@mbl.is