Mæðgur Jódís og Tinna eiga og reka fyrirtækið GreenCleen sem sér um þrif.
Mæðgur Jódís og Tinna eiga og reka fyrirtækið GreenCleen sem sér um þrif.
Íslenska fyrirtækið Green Clean sem sérhæfir sig í vistvænum þrifum er nú komið í samstarf við Reykjavík Gift Shop sem er vefverslun með blóm og sérvalda gjafavöru til heimsendingar.
Íslenska fyrirtækið Green Clean sem sérhæfir sig í vistvænum þrifum er nú komið í samstarf við Reykjavík Gift Shop sem er vefverslun með blóm og sérvalda gjafavöru til heimsendingar. Þessi tvö fyrirtæki hafa tekið höndum saman og ætla að bjóða fólki upp á þrif, blóm og skreytingar fyrir stóra daginn. „Okkur fannst tilvalið að bjóða fólki upp á alhliða þjónustu fyrir veislur, fermingar, skírnir, brúðkaup osfr. Þá er hægt er að fá aðstoð við uppsetningu á veislusal eða heimili, sjá þá um skreytingar og bjóða einnig upp á vistvæn þrif fyrir eða eftir veisluna. Þjónustan yrði þá sniðin að þörfum viðskiptavinarins. Viðskiptavinurinn getur haft samband á www.greenclean.is og útskýrt hvað hann er með í huga og við gerum verðtilboð sem fer eftir umfangi veislunnar,“ segir Tinna Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi GreenClean.