<strong>Svartur á leik. </strong>
Svartur á leik.
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 e5 4. Rf3 Rbd7 5. Bc4 Be7 6. 0-0 0-0 7. h3 a6 8. a4 b6 9. He1 Bb7 10. Bg5 h6 11. Bh4 He8 12. Dd2 Staðan kom upp á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu, afmælismóti Friðriks Ólafssonar, sem lauk fyrir skömmu í Hörpu.

1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 e5 4. Rf3 Rbd7 5. Bc4 Be7 6. 0-0 0-0 7. h3 a6 8. a4 b6 9. He1 Bb7 10. Bg5 h6 11. Bh4 He8 12. Dd2

Staðan kom upp á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu, afmælismóti Friðriks Ólafssonar, sem lauk fyrir skömmu í Hörpu. Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2.514) hafði svart gegn Þorvarði Fannari Ólafssyni (2.230) . 12.... Rxe4! 13. Rxe4 Bxh4 svartur er nú sælu peði yfir. 14. dxe5 Rxe5 15. Rxe5 Hxe5 16. Df4 De7 17. Bxf7+ Kh8 og hvítur gafst upp enda taflið tapað eftir t.d. 18. Bg6 Hf8 19. Dg4 d5. Henrik varð efstur íslenskra á mótinu ásamt kollega sínum í stórmeistarastétt, Hannesi Hlífari Stefánssyni (2.560). Þeir fengu báðir 7½ vinning og deildu fjórða sæti mótsins ásamt níu öðrum stórmeisturum, þ.m.t. stigahæsta skákmanni mótsins, Shakhriyar Mamedyarov (2.756).