Hjónin Þorfinnur og Kristrún Halla, sagnfræðingur og vinnur við Íslendingabók en Þorfinnur vann einnig við það verkefni í byrjun þess.
Hjónin Þorfinnur og Kristrún Halla, sagnfræðingur og vinnur við Íslendingabók en Þorfinnur vann einnig við það verkefni í byrjun þess.
Þorfinnur Skúlason er vefstjóri hjá lyfjafyrirtækinu Alvogen en hann hefur starfað í þessum geira frá 1998. Þorfinnur er íslenskufræðingur að mennt og gaf út skemmtileg og áhugaverð rit á sínum tíma.

Þorfinnur Skúlason er vefstjóri hjá lyfjafyrirtækinu Alvogen en hann hefur starfað í þessum geira frá 1998. Þorfinnur er íslenskufræðingur að mennt og gaf út skemmtileg og áhugaverð rit á sínum tíma. „Ég hef minni tíma fyrir það núna en þetta voru mest rit frá 18. öld. Ég gaf út ritsafn með Víkingi Kristjánssyni leikara sem heitir Upplýsingaröldin og með Erni Hrafnkelssyni gaf ég út nokkur rit eins og Brúðkaupssiðabók Eggerts Ólafsonar og Leiðarvísi í ástarmálum og einnig uppeldisbók frá 18. öld. Þar eru ýmis heilræði eins og að það eigi ekki að gefa ungbörnum brennivín, en það virðist hafa verið gert á þessum tíma til að róa þau.“

Þorfinnur er núna að byggja upp vefi fyrir Asíuhluta Alvogen. „Við erum komin langt með vef fyrir Taívan og svo erum við að setja upp vef fyrir S-Kóreu. Það eru stærstu verkefnin í augnablikinu, en starfsemi fyrirtækisins er í 34 löndum og jafnt og þétt erum við að byggja upp vefi fyrir starfsemina.

Utan vinnu þá er það helst að maður lesi góðar bækur, ég hef gaman af að elda og hef verið í brauðbakstri. Svo hleyp ég svolítið, tók þátt í Amsterdam-hálfmaraþoni síðasta október og spila golf yfir sumarið og er alltaf í fótbolta svo það er heilmikið sem maður er að djöflast í. Ég tók síðan rispu 2013 í teikningum, setti nýársheit þá um að teikna eina mynd á dag og náði að uppfylla það í hálft ár.“

Eiginkona Þorfinns er Kristrún Halla Helgadóttir og börn þeirra eru Embla 17 ára, Kristín 10 ára og Magnea 9 ára.