— Morgunblaðið/Ómar
„Stjórn Læknafélags Íslands hvetur foreldra og forráðamenn barna til að láta bólusetja börn sín samkvæmt þeim ráðleggingum sem í gildi eru hverju sinni og sjá má á heimasíðu Embættis landlæknis,“ segir í ályktun sem stjórnin samþykkti á...

„Stjórn Læknafélags Íslands hvetur foreldra og forráðamenn barna til að láta bólusetja börn sín samkvæmt þeim ráðleggingum sem í gildi eru hverju sinni og sjá má á heimasíðu Embættis landlæknis,“ segir í

ályktun sem stjórnin samþykkti á fundi sínum þann 16. mars s.l.

„Með reglulegu millibili sprettur upp umræða í fjölmiðlum um bólusetningar barna og hugsanlega skaðsemi þeirra.

Í þessu sambandi vill stjórn Læknafélags Íslands benda á að fáar framfarir í læknisfræði hafa bjargað jafnmörgum mannslífum og bólusetningar en alvarlegar aukaverkanir vegna þeirra eru mjög fátíðar. Til að halda alvarlegum smitsjúkdómum í samfélaginu í skefjum er nauðsynlegt að nægilega mörg börn séu bólusett. Auk þess þurfa börn sem ekki má bólusetja vegna ýmissa heilsufarsvandamála að reiða sig á að nægilega stór hluti heilbrigðra barna sé bólusettur,“ segir í ályktuninni.