Iðnaðartengd Áslaug notar iðnaðartengd efni í verk sín.
Iðnaðartengd Áslaug notar iðnaðartengd efni í verk sín.
Yfirborð , fyrsta einkasýning Áslaugar Í. K. Friðjónsdóttur, verður opnuð í Hverfisgalleríi í dag kl. 16. Í verkum Áslaugar koma fram andstæður sem fólgnar eru í efnisvali og persónulegu handbragði listamannsins, segir í tilkynningu.
Yfirborð , fyrsta einkasýning Áslaugar Í. K. Friðjónsdóttur, verður opnuð í Hverfisgalleríi í dag kl. 16.

Í verkum Áslaugar koma fram andstæður sem fólgnar eru í efnisvali og persónulegu handbragði listamannsins, segir í tilkynningu. „Efniviður sýningarinnar, sem er gróf og iðnaðartengd efni eins og steypa, gólfdúkar, teppi og plast filma, fær nýtt gildi í samhengi listarinnar. Efnin bera með sér merki meðhöndlunar og endurspegla athugun listamannsins á umhverfi sínu og efninu sjálfu sem er gjarnan kveikjan að sköpunarverkinu. Hefðbundin viðfangsefni fagurfræðinnar eru fólgin í þessum efnisheimi sem er stór þáttur í myndsköpun Áslaugar. Sýningin Yfirborð hefur sterkar skírskotanir í mannlegt umhverfi og borgarlandslagið en býður þó ekki upp á eina túlkun,“ segir um sýninguna.

Áslaug útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og lauk meistaranámi frá School of Visual Arts, New York árið 2009. Hún hefur tekið þátt í samsýningum, heima og erlendis og auk þess komið að fjölbreyttum verkefnum, en þetta er hennar fyrsta einkasýning.

Vefsíða Hverfisgallerí er á slóðinni hverfisgalleri.is.