Áhorfendur Fólk horfði á sólmyrkvann í gegnum sérstök gleraugu.
Áhorfendur Fólk horfði á sólmyrkvann í gegnum sérstök gleraugu. — Morgunblaðið/Kristinn
Sólmyrkvinn í gærmorgun fór ekki framhjá nokkrum Íslendingi en slíkt gerist þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá jörðu séð.

Sólmyrkvinn í gærmorgun fór ekki framhjá nokkrum Íslendingi en slíkt gerist þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá jörðu séð. Formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, Sævar Helgi Bragason, segir að bestu skilyrðin til að fylgjast með sólmyrkvanum hafi verið hér á landi en hann náði hámarki klukkan 9:37 í gærmorgun. Gríðarleg stemning myndaðist víða á landinu og brutust meðal annars út fagnaðarlæti hjá þeim þúsundum sem safnast höfðu saman fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands en þar var haldin sólmyrkvahátíð í tilefni dagsins.

Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur, segir tunglið hafa hulið 97,5% af skífu sólar í Reykjavík en 99,4% á Norðfirði. Mörgum þótti kólna nokkuð þegar tunglið skyggði á sólina að mestu en Veðurstofan segir að hitinn hafi lækkað um 0,7 gráður þegar myrkvinn var sem mestur.

Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að almyrkvi verði árið 2026 og mun hann sjást frá vesturhluta Íslands, meðal annars frá Reykjavík. 20 og 22